
Meðferð tækisins
Farðu vel með tækið þitt. Eftirfarandi
leiðbeiningar hjálpa til við að halda
tækinu í ábyrgð.
• Hvorki skal nota tækið á rykugum eða
óhreinum stöðum né geyma það þar.
Færanlegu hlutirnir geta skemmst.
• Tækinu skal ekki henda, ekki skal
banka í það eða hrista það. Fíngerð
hönnun getur skemmst vegna
ógætilegrar meðferðar.
• Aðeins skal nota mjúkan, hreinan og
þurran klút til að hreinsa yfirborð
tækisins.
• Ekki skal mála tækið. Málningin getur
fest hreyfanlega hluti tækisins og
komið í veg fyrir að þeir vinni rétt.