
Tengdu festinguna við
mælaborðið
Ef límpúði fylgdi með vörunni geturðu
notað hann til að setja festinguna á
mælaborðið.
Gakktu úr skugga um að yfirborðið þar
sem þú kemur límpúðanum fyrir á
mælaborðinu sé flatt, þurrt og án
óhreininda eða ryks.
Fjarlægðu varnarlagið af púðanum
(sjá skref 2A) og ýttu honum að
mælaborðinu þannig að hann festist
tryggilega á sínum stað. Þegar
varnarlagið er fjarlægt þarf að passa
að snerta ekki límhliðina.
Ýttu sogskál festingarinnar á
púðann (2B).
Snúðu gripi festingarinnar í rétta
stöðu (2C). Snúðu hringnum á
festingunni réttsælis (2D) til að mynda
lofttæmi milli sogskálarinnar og
púðans.

ÍSLENSKA
Til að taka sogskálina af púðanum
skaltu fara eins að og þegar þú tekur
hana af framrúðu (6, 7 og 8).