Farsímanum komið fyrir eða hann fjarlægður
Ekki koma farsímanum fyrir eða
fjarlægja hann í miðjum akstri.
Til að koma tækinu fyrir í höldunni
skaltu setja það í hana (sjá skref 3),
þrýsta á bakhlið höldunnar með
þumalfingri og ýta tækinu að
bakhliðinni (4). Renndu rofanum efst á
höldunni til vinstri (5). Gakktu úr
skugga um að tækið sé örugglega fast
á sínum stað. Til að hlaða rafhlöðu
símans sem er í festingunni þarftu að
nota samhæft hleðslutæki. Settu kló
hleðslutækisins í samband við tengi
hleðslutækisins á tækinu.
Til að losa tækið aftur rennirðu
rofanum til hægri, þrýstir á bakhlið
höldunnar með þumalfingri og tekur
tækið úr höldunni.
ÍSLENSKA